Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. apríl 2021 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði verið mikil reiði á Emirates í kvöld
Mynd: Getty Images
Arsenal átti ekki góðan dag þegar Liverpool kom í heimsókn á Emirates-völlinn.

Liverpool var með tögl og haldir á leiknum frá byrjun og vann að lokum 3-0 sanngjarnan sigur.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í sjokki yfir því hversu slök frammistaðan var.

Stjörnublaðamaðurinn Henry Winter telur að leikmenn og starfsfólk Arsenal sé heppið að stuðningsmenn liðsins hafi ekki verið á vellinum í kvöld.

„Stuðningsfólk Arsenal væri ekki hljóðlátt ef þau væru á Emirates. Þau væru bálreið. Þau myndu láta Arteta og leikmennina vita hvað þeim finnst um þessa ömurlegu frammistöðu," skrifaði Winter á Twitter.





Athugasemdir
banner
banner
banner