Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. apríl 2021 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert hetja AZ - Skoraði tvö en annað var dæmt af
Albert í landsleik á dögunum.
Albert í landsleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar á útivelli gegn Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Teun Koopmeiners, fyrirliði AZ, fékk að líta rauða spjaldið eftir aðeins fimm mínútna leik en AZ gafst ekki upp þrátt fyrir að vera manni færri.

Albert skoraði á 64. mínútu en það mark var dæmt af. „Ég hata VAR," skrifaði Guðmundur Benediktsson, faðir hans, á Twitter.

Albert var aftur á skotskónum átta mínútum síðar en þá fékk markið að standa. Jesper Karlsson átti skot sem var farið en Albert var réttur maður á réttum stað og náði að koma boltanum yfir línuna. Markið má sjá hérna.

Albert spilaði allan leikinn fyrir AZ sem er komið upp fyrir PSV í öðru sæti deildarinnar. AZ er með þremur stigum meira en PSV sem á leik til góða þó.
Athugasemdir
banner
banner
banner