Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. apríl 2021 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jota stefnir á að vinna rest: Verður að vera tilbúinn að hafa áhrif
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota byrjaði á bekknum en kom öflugur inn á þegar Liverpool heimsótti Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus þegar Jota var settur inn á, en fjórum mínútum eftir að hann kom inn á var hann búinn að skora.

„Það skiptir ekki máli hvort þú byrjar inn á eða á bekknum, þú þarft að vera tilbúinn í að hafa áhrif á leikinn. Það sem ég reyni alltaf að gera," sagði Jota eftir leikinn.

„Við stjórnuðum leiknum og þeir fengu ekki mikið að vera með boltann. Ef við vinnum restina af leikjunum þá er ég nokkuð viss um að við náum topp fjórum. Við verðum að hugsa um okkur sjálfa," sagði Jota en Liverpool er núna tveimur stigum frá Chelsea í fjórða sæti.

„Núna eigum við annan erfiðan leik framundan, gegn Real Madrid í Meistaradeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner