Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 03. apríl 2021 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Neymar missti "kúlið"
Brasilíumaðurinn Neymar fékk reisupassann þegar Paris Saint-Germain tapaði í toppslag gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Neymar fékk sitt seinna gula spjald eftir að hann ýtti í leikmann Lille í pirringi.

Hægt er að sjá myndband af þessu með því að smella hérna.

Afar heimskulegt hjá Neymar sem hefur núna verið rekinn þrisvar af velli í frönsku úrvalsdeildinni frá ársbyrjun 2020. Það er meira en nokkur annar leikmaður í deildinni.

Lille er á toppi deildarinnar með 66 stig, PSG er með 63 stig og Mónakó er með 62 stig. Öll lið hafa leiki 31 leik og eiga því sjö leiki eftir.
Athugasemdir
banner