Callum Jack Robinson hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni. Fjögur þeirra hafa komið gegn Chelsea á þessari leiktíð, tvö í leik liðanna í dag.
Fimmta markið kom með Sheffield United í fyrra, hans eina í sautján deildarleikjum. Það kom einmitt í leiknum gegn Chelsea.
Callum, sem er 26 ára Íri [þó fæddur á Englandi] var lánaður til WBA í janúar í fyrra og svo keyptur frá Sheffield síðasta haust.
Fimmta markið kom með Sheffield United í fyrra, hans eina í sautján deildarleikjum. Það kom einmitt í leiknum gegn Chelsea.
Callum, sem er 26 ára Íri [þó fæddur á Englandi] var lánaður til WBA í janúar í fyrra og svo keyptur frá Sheffield síðasta haust.
Fimm mörk í þremur síðustu leikjum Callum gegn Chelsea. Hann þyrfti þó að finna netkvöskvana gegn öðrum liðum til að aðstoða WBA í baráttunni um laust sæti. 2-5 útisigurinn í dag færir liðinu þrjú stig en enn eru sjö stig upp í Newcastle í 17. sætinu.
Tap Chelsea var það fyrsta undir stjórn Tomas Tuchel sem tók við undir lok janúar. Þeir Henry Winter og Gary Lineker sáu tækifæri á smá orðaleikjum en fréttaritari leggur ekki í að beinþýða þeirra orð. Winter vitnaði í lagið Mrs. Robinson og Lineker fór í orðagrínið með nafn Tuchel.
So here’s two you, Mr Robinson. #WBA
— Henry Winter (@henrywinter) April 3, 2021
Thomas Tuc-hel of a beating from Big Sam.
— Gary Lineker 💙 (@GaryLineker) April 3, 2021
Five #PL career goals, all against Chelsea 🤷♂️@CallumRobinson7 just loves playing against the Blues!#CHEWBA pic.twitter.com/4psDz6i7Cp
— Premier League (@premierleague) April 3, 2021
Athugasemdir