Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 03. maí 2021 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Sveinn: Blikar geta ekki orðið Íslandsmeistarar
Betri leikmenn á Hlíðarenda
Arnar í treyju Blika sumarið 2019
Arnar í treyju Blika sumarið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarateymi Blika
Þjálfarateymi Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tapaði í gær 0-2 gegn KR á heimavelli í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR snemma í leiknum.

Sumir hafa spáð Breiðabliki Íslandsmeistaratitlinum í sumar. Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var gestur í Dr. Football þætti dagsins. Hann hefur ekki trú á því að Breiðablik geti orðið Íslandsmeistari. Samningur Arnars við Blika rann út eftir síðasta tímabil.

„Fyrir mér sýndi þessi leikur eitt í gær. Að Blikar geta ekki orðið Íslandsmeistarar en KR getur orðið Íslandsmeistari, ég held að þeir eigi bara ekki breik í það," sagði Arnar.

„Það getur vel verið að ég kveiki í mínum gömlu félögum og geri þá spólgraða en ég held að þeir geti ekki orðið meistarar."

Arnar segir að hann hefði ekki farið í sömu breytingar og voru gerðar þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson kom inn í félagið með sínar pælingar.

Arnar segir að félagið hafi verið á fínum stað (haustið 2019) en það hafi þurft á bæði æfingakúltúrnum og umhverfinu í kringum félagið svo hægt væri að verða meistari.

„Óskar kemur með það en hann kemur með ofboðslega mikið af öðrum breytingum líka. Þar fyrir utan eru ákveðnar mannabreytingar sem ég er mjög ósammála, eins og gengur, það er svona helsta."

„Af hverju er ekki spilað meira upp á mikilvægasta leikmann liðsins, Thomas Mikkelsen, hann er ekki með í þessu kerfi."


Seinna í þættinum var Arnar spurður hvort það væru betri leikmenn á Hlíðarenda eða í Smáranum. Arnar sagði að það væru betri leikmenn á Hlíðarenda. Arnar er einnig fyrrum leikmaður Vals.


Athugasemdir
banner
banner
banner