Víkingur Ólafsvík, Þróttur V. og ÍR eru öll með 10 stig í þremur efstu sætunum í 2. deild karla eftir að fimmtu umferðinni lauk með fjórum leikjum í dag.
Víkingur vann 4-1 sigur á KFG. Luke Williams skoraði tvívegis fyrir Ólafsvíkinga og þá gerði Luis Romero Jorge eitt.
KFG komu boltanum í eigið net á 60. mínút áður en Birgir Ólafur Helgason minnkaði muninn undir lokin. KFG spilaði manni færri frá 36. mínútu eftir að Kristján Másson fékk að líta rauða spjaldið.
Víkingur er í 3. sæti með 10 stig en KFG í 5. sæti með 9 stig. Þá vann KV 1-0 sigur á KF á Ólafsfirði. Sölvi Björnsson gerði eina markið á 2. mínútu en Hákon Leó Hilmarsson fékk rautt í liði KF þegar stundarfjórðungur var eftir. KF er án stiga á botninum en KV með 7 stig í 7. sæti.
Sindri og Dalvík/Reynir gerðu markalaust jafntefli á Höfn. Sindri er með 5 stig í 10. sæti en Dalvík/Reynir í 8. sæti með 6 stig.
Pálmi Rafn Pálmason tók þá fram skóna með Völsungi í 2-0 tapi gegn Haukum á Ásvöllum. Pálmi Rafn lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabilið en fékk félagaskipti í uppeldisfélag sitt, Völsung, í apríl.
Hann lék sinn fyrsta leik í dag. Ólafur Darri Sigurjónsson og Tumi Þorvarsson gerðu mörk Hauka sem eru í 6. sæti með 8 stig en Völsungur er í 11. sæti með 3 stig.
Sindri 0 - 0 Dalvík/Reynir
KFG 1 - 4 Víkingur Ó.
0-1 Luke Williams ('16 )
0-2 Luis Romero Jorge ('45 )
0-3 Luke Williams ('52 )
0-4 Árni Eyþór Hreiðarsson ('60 , Sjálfsmark)
1-4 Birgir Ólafur Helgason ('89 )
Rautt spjald: Kristján Másson , KFG ('36)
KF 0 - 1 KV
0-1 Sölvi Björnsson ('2 )
Rautt spjald: Hákon Leó Hilmarsson , KF ('74)
Haukar 2 - 0 Völsungur
1-0 Ólafur Darri Sigurjónsson ('45 )
2-0 Tumi Þorvarsson ('88 )
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir