Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 03. júní 2023 17:07
Brynjar Ingi Erluson
Hvað var markvörður Njarðvíkur að spá? - „Vildi bara ná síðasta hálftímanum af Man City - Man Utd“
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Robert Blakala, markvörður Njarðvíkur, fékk að líta rauða spjaldið í 2-0 tapi gegn Vestra í Lengjudeildinni í dag en það var fyrir fremur undarlega tilburði.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Njarðvík

Langur bolti kom inn fyrir vörn Njarðvíkur þegar Blakala hljóp út á móti.

Hann var kominn langt fyrir utan teig og misreiknaði skoppið á boltanum og í stað þess að reyna að skalla hann ákvað Blakala að grípa hann með báðum höndum.

Dómari leiksins var ekki lengi að lyfta rauða spjaldinu á loft en þetta var heldur undarlegt atvik í annars fjörugum leik.

Hægt er að sjá þetta atvik hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner