Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júlí 2020 09:31
Magnús Már Einarsson
Þrír orðaðir við Liverpool
Powerade
Thiago Alcantara er orðaður við Liverpool.
Thiago Alcantara er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Kepa gæti farið frá Chelsea.
Kepa gæti farið frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það er risa slúðurpakki í dag enda ensku blöðin að þefa uppi fullt af kjaftasögum.



Chelsea og Manchester City gætu snúið sér að Lucas Digne (26) vinstri bakverði Everton ef að Ben Chilwell (23) fer ekki frá Leicester. (ESPN)

Everton, Liverpool, Manchester City og Manchester United ætla öll að fylgjast með Leon Bailey (22) kantmanni Bayer Leverkusen í leik um helgina. Bailey vill fara í ensku úrvalsdeildina. (Sky sports)

Liverpool er nálægt því að fá Thiago Alcantara (29) miðjumann Bayern Munchen í sínar raðir. (Sport)

Liverpool hefur einnig áhuga á Ugurcan Cakir (24) markverði Trabzonspor. (Talksport)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill styrkja vörnina í sumar en Kalidou Koulibaly (29) hjá Napoli, Pau Torres (23) hjá Villarreal og Ruben Dias (23) hjá Benfica eru allir á óskalistanum. (Times)

Sevilla ætlar að fá markvörðinn Kepa Arrizabalaga (25) á láni frá Chelsea en framtíð hans á Stamford Bridge er í óvissu. (Sun)

Manchester United er tilbúið að láta Eric Bailly (26) fara á lán á næsta tímabili. Valencia hefur áhuga á honum. (Sun)

Dean Henderson (21) segist ekki ætla að bíða endalaust eftir að fá tækifæri sem aðalmarkvörður hjá Manchester United. Henderson er í láni hjá Sheffield United en Chelsea hefur sýnt honum áhuga. (Express)

Chelsea vill fá markverðina Mike Maignan (24) frá Lille og Alphonse Areola (27) sem er í láni hjá Real Madrid frá PSG. (Express)

Tottenham er einnig að skoða Maignan en Jose Mourinho telur að hann geti tekið við sem aðalmarkvörður af Hugo Lloris (33). (Sun)

David Moyes, stjóri West Ham, villf á Ross Barkley (26) miðjumann Chelsea í sínar raðir. (Mirror)

Tim Sherwood, fyrrum stjóri Aston Villa telur að Jack Grealish muni fara til Manchester United í sumar. (Birmingham Mail)

Angel Gomes (19) vill fara í félag utan Englands en samningur hans hjá Manchester United rann út í vikunni. (Manchester Evening News)

Sheffield United hefur boðið 3,5 milljónir punda í John Swift (25) miðjumann Reading en Leeds hefur einnig áhuga. (Mail)

Sheffield United vill líka fá Abdul Mumin (22) varnarmann FC Nordsjælland í Danmörku. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner