Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 20:22
Brynjar Ingi Erluson
CSKA harmar ákvörðun Arnórs - Félagið ætlar að leita réttar síns
Arnór SIgurðsson spilar ekki með CSKA á næstu leiktíð
Arnór SIgurðsson spilar ekki með CSKA á næstu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússneska félagið CSKA Moskvu staðfesti í dag ákvörðun íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar um að frysta samning hans um eitt ár en hann nýtir sér þar með vinnuúrræði FIFA. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins í dag.

Arnór er samningsbundinn CSKA til ársins 2024 en hann var á láni hjá Venezia í Seríu A á síðustu leiktíð.

Fótbolti.net greindi frá ákvörðun Arnórs um helgina en FIFA framlengdi sérstakt vinnuúrræði fyrir leikmenn sem spila í Rússlandi og Úkraínu.

Leikmenn geta fryst samninga sína við félögin og fundið sér nýtt félag í eitt ár til viðbótar og því ljóst að Arnór mun ekki spila með CSKA á komandi leiktíð.

Nígeríski kantmaðurinn Chidera Ejuke nýtti sér einnig úrræðið og þá ákvað Mario Fernandes, lykilmaður liðsins, að fara heim til Brasilíu.

CSKA er afar óánægt með stöðuna og ætlar að leita réttar síns vegna ákvörðun FIFA en félagið telur alþjóðaknattspyrnusambandið vera að mismuna rússnesku félögunum.

„CSKA harmar ákvörðun leikmannanna, sem var tekin þrátt fyrir tilraunir félagsins um að halda þeim og þrátt fyrir að þeir væru samningsbundnir félaginu. Eins og við greindum frá á dögunum þá mun CSKA leita réttar síns varðandi þessa ákvörðun FIFA, sem við teljum vera mismunun og þvert gegn stefnu stofnuninnar," segir í yfirlýsingu CSKA.

Sjá einnig:
Arnór nýtir sér úrræði FIFA og fer frá CSKA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner