Birkir Jakob Jónsson er búinn að endurnýja samninginn sinn við Atalanta, hann er nú samninsbundinn ítalska félaginu fram á sumarið 2026.
Þetta hefur legið fyrir í talsverðan tíma en er loksins orðið staðfest. Hann var orðaður við heimkomu til Íslands í vetur en ákveður að vera áfram á Ítalíu.
Þetta hefur legið fyrir í talsverðan tíma en er loksins orðið staðfest. Hann var orðaður við heimkomu til Íslands í vetur en ákveður að vera áfram á Ítalíu.
Akademía Atalanta er ein sú öflugasta á Ítalíu en Birkir hefur ekki nað að njóta eins mikið góðs af henni og hann hefði viljað. Meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá unglingalandsliðsmanninum.
Birkir er uppalinn í Fram en var svo í eitt og hálft ár hjá Fylki og loks hálft ár hjá Breiðabliki áður en hann var seldur til Ítalíu sumarið 2021. Á seinni hluta tímabilsins sem lauk í vor kom Birkir við sögu í sex leikjum með U18 og Primavera liði Atalanta.
Framherjinn stæðilegi varð nítján ára í síðasta mánuði. Hann á að baki ellefu leiki fyrir yngri landsliðin og lék síðast með U19 í nóvember í fyrra.
„Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að þeir vildu endurnýja samninginn við mig þar sem ég er búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli og veikindi þessi þrjú ár sem ég er búinn að vera hjá þeim. Finnst ég eiga mikið inni og langar til að láta reyna á þetta betur. Er búinn að vera að byggja mig upp síðustu mánuði og það er allt í rétta átt," sagði Birkir við Fótbolta.net.
Athugasemdir