mið 03. ágúst 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Braithwaite ætlar í hart við Barcelona
Martin Braithwaite ætlar ekki gefa sig
Martin Braithwaite ætlar ekki gefa sig
Mynd: EPA
Danski framherjinn Martin Braithwaite er vel meðvitaður um að hann sé ekki partur af framtíðarplönum Barcelona. en ætlar að gera félaginu erfitt fyrir og vill að það standi við gerða samninga. Þetta kemur fram í Sport.

Kaupin á Braithwaite þóttu stórundarleg. Hann var keyptur utan félagaskiptagluggans í febrúar fyrir tveimur árum vegna meiðsla í sóknarlínunni og fengu Börsungar að nýta sér neyðareglur spænsku deildarinnar.

Hann var keyptur fyrir 20 milljónir evra frá Leganes. Hann var þá markahæsti maður liðsins sem var í fallbaráttu en félagið fékk ekki að nýta sömu reglu og leysa Braithwaite af hólmi. Liðið féll niður um deild nokkrum mánuðum síðar.

Braithwaite hefur ekki alveg fundið sig hjá Börsungum en hann gerði fjögurra ára samning og nú vill félagið losa sig við hann. Joan Laporta, forseti Barcelona, var að vonast til þess að hann myndi samþykkja það að fara á frjálsri sölu en ekki er mikill áhugi á leikmanninum.

Sport greinir þá frá því að hann ætlar fá greitt fyrir þau tvö ár sem hann á eftir af samningi og á hann auðvitað rétt á því en það er að skapa ágætis hausverk fyrir stjórn félagsins.

Ef félagið riftir samningum við hann og samþykkir að greiða honum laun næstu tvö árin þá mun það telja með í launaþaki deildarinnar næstu tvö tímabil. Barcelona er því að vonast til að ná samkomulagi við Braithwaite sem hentar báðum aðilum svo það eigi nú möguleika á að skrá nýja leikmenn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner