Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. ágúst 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekroth verður líka með Víkingum á næstu leiktíð
Oliver Ekroth.
Oliver Ekroth.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Oliver Ekroth verður áfram með Víkingum á næsta tímabili.

Sænski miðvörðurinn, sem kom fyrir þessa leiktíð, er búinn að gera nýjan samning sem gildir út næsta tímabil.

Ekroth átti nokkuð erfitt uppráttar til að byrja með en hefur aðlagast ágætlega og verður áfram hér á landi.

Hann hefur komið gríðarlega vel inn í verkefnið hjá okkur og hefur verið einn af okkar lykilmönnum í sumar. Oliver er topp náungi og gott að vinna með honum, hann hefur fallið vel inn í hópinn og það er miklir leiðtoga hæfileikar í honum. Oliver hefur sýnt það með frammistöðu sinni í sumar að hann," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Fótboltadeild Víkinga fagnar þessum tíðindum.

„Stjórn Knattspyrnudeildar Víkings er gríðarlega ánægð með áframhaldandi samstarf við Oliver og hlakkar til að sjá hann í fleiri leikjum með Víkingum næsta árið."

Víkingar eiga á morgun mikilvægan leik gegn Lech Poznan frá Póllandi í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner