Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 03. ágúst 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Heimasíðan höndlaði ekki vinsældir ljónynjanna
Ensku ljónynjurnar.
Ensku ljónynjurnar.
Mynd: EPA
Heimasíða enska fótboltasambandsins FA hrundi vegna gríðarlegar aðsóknar á miða með enska kvennalandsliðinu sem mætir Bandaríkjunum í vináttuleik á Wembley í október.

Ensku ljónynjurnar urðu Evrópumeistarar á dögunum og munu leika gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna þann 7. október. Miðasala á leikinn rauk af stað strax og tilkynnt var um leikinn.

87 þúsund áhorfendur voru á Wembley þegar England vann Þýskaland í úrslitaleik EM og áhorfsmet var sett í sjónvarpi. Áhuginn á kvennafótbolta hefur aldrei verið meiri.

„Það er mjög spennandi tækifæri að fá að mæta Bandaríkjunum á Wembley. Við höfum notið árangursins í sumar en erum meðvitaðar um að það er mikið verk fyrir höndum til að taka næsta skref fram á við," segir Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner