Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 03. ágúst 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
L'Equipe: Leicester hafnaði 62 milljónum frá Chelsea

Franski fréttamiðillinn L'Equipe greinir frá því að Leicester hafi í dag hafnað 62 milljón punda tilboði frá Chelsea í varnarmanninn Wesley Fofana.


Fofana er aðeins 21 árs gamall og hefur Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, miklar mætur á honum.

Þessi öflugi miðvörður missti af stærsta hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla en er kominn aftur til baka og virðist jafnvel enn sterkari en áður.

Leicester borgaði tæpar 40 milljónir punda fyrir Fofana í október 2020 og er hann samningsbundinn félaginu til 2027 eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í mars.


Athugasemdir
banner