Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leicester hafnaði öðru tilboði Newcastle í Maddison
James Maddison er líklega á förum
James Maddison er líklega á förum
Mynd: EPA
Leicester City hafnaði í gær öðru tilboði Newcastle United í enska sóknartengiliðinn James Maddison.

Newcastle hefur verið á eftir Maddison síðan í byrjun sumars en félagið lagði fyrst fram 40 milljón punda tilboð í leikmanninn sem Leicester hafnaði.

Félagið lagði fram nýtt tilboð í gær sem er talið hljóða upp á 50 milljónir punda en því tilboði var hafnað. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Talið er að Leicester vilji fá 60 milljónir punda fyrir enska leikmanninn og virðast því félögin ekki langt frá því að ná samkomulagi um kappann.

Leicester hefur ekki keypt einn leikmann í sumar vegna skuldastöðu félagsins. Fjórir lykilmenn frá síðasta tímabili gætu verið á förum en Kasper Schmeichel er að ganga í raðir Nice á meðan Wesley Fofana er nálægt því að ganga í raðir Chelsea. Þá er Youri Tielemans orðaður við Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner