Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er á leið í læknisskoðun hjá Man Utd en hann kemur til liðsins frá Arsenal.
Hann hafði samþykkt samningstilboð frá Arsenal en fékk efasemdir um leið sína upp í aðalliðið. Man Utd fékk því tækifæri til að bjóða honum samning og er hann því á leið þangað á frjálsri sölu.
Hann ákvað að fara til United en hann fékk einnig tilboð frá Þýskalandi.
United lagði mikið á sig að fá hann til félagsins en Ruud van Nistlerooy, fyrrum sóknarmaður Man Utd, sem er í þjálfarateymi liðsins í dag hafði mikil áhrif á val Obi-Martin.
Obi-Martin er danskur en hann hefur skorað 10 mörk í 14 leikjum fyrir u17 ára landslið Danmerkur.
Athugasemdir