banner
   fös 03. september 2021 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Alex Freyr sé búinn að semja við Víking
Alex Freyr Elísson.
Alex Freyr Elísson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir samning við Víking ef marka má heimildir Hrafnkels Freys Ágústssonar.

Hrafnkell, sem er hluti af teymi Dr. Football, segir að allt sé frágengið og Alex gangi í raðir Víkings eftir tímabilið.

Alex Freyr er samningsbundinn Fram út tímabilið en fyrr í sumar var greint frá því að hann væri í viðræðum við Víking.

Alex var spurður út í sögusagnirnar í kjölfarið og hafði þetta að segja:

„Já það er eitthvað til í því (orðrómunum) en ég er bara fókusaður á Fram. Markmiðið er einhvernvegin að spila bara með Fram í Pepsi Max en síðan sjáum við bara til, maður veit aldrei hvað gerist á morgun," sagði Alex þann 15. júlí.

Fram er búið að tryggja sér sæti í efstu deild og mun að öllum líkindum fara upp í efstu deild sem sigurvegari í Lengjudeildinni.

Alex verður 24 ára í október og hefur verið í Fram í ellefu ár, hann skipti yfir í Fram árið 2010 frá Fylki. Hann á alls að baki 84 leiki með Fram í 1. deildinni og í þeim hefur hann skorað átta mörk.

Sjá einnig:
Alex Freyr í viðræðum við Víking
Alex um sögusagnir: Markmiðið að spila með Fram í Pepsi Max

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner