William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   þri 03. september 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes: Fullmeðvitaður um að þetta Man Utd-lið sé ekki reiðubúið að vinna deildina
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segist vera fullmeðvitaður um að liðið sé ekki að fara vinna ensku úrvalsdeildina í ár.

Portúgalanum hefur ekki tekist að vinna deildina síðan hann kom til félagsins frá Sporting fyrir fjórum árum.

Í raun hefur félagið ekki unnið hana síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun liðsins fyrir ellefu árum.

Liðið hefur byrjað tímabilið illa, aðeins unnið einn og tapað tveimur, en Fernandes vill byrja á því að ná Meistaradeildarsæti áður en hægt verður að ræða titilbaráttu.

„Já, ég er fullmeðvitaður um að þetta Manchester United-lið sé ekki reiðubúið að vinna ensku úrvalsdeildina. Við erum vissulega að berjast um titilinn, en raunverulega markmiðið er að reyna vera meðal fjögurra efstu, sætunum sem gefa þátttökurétt í Meistaradeildina. En það er enn margt sem þarf að bæta til þess að ná aðalmarkmiðinu og draum mínum, sem er að vinna deildina,“ sagði Fernandes við DAZN.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner