Hamari Traore, varnarmaður Real Sociedad, sleit krossband í leik liðsins gegn Getafe um helgina. Orri Steinn Óskarsson lék sinn fyrsta leik fyrir félagið um helgina eftir komuna frá FCK á lokadegi félagaskiptagluggans.
Traore mun gangast undir aðgerð á næstu dögum og missir af restinni af tímabilinu.
Spænski miðillinn Marca vekur athygli á því að að hann er sjötti leikmaður liðsins sem slítur krossband á síðustu þremur árum.
Carlos Fernandez lenti m.a. í þessum erfiðu meiðslum sumarið 2021 og tæpu ári síðar meiddist Mikel Oyarzabal, fyrirliði liðsins.
David Silva, fyrrum leikmaður Man City og Valencia, ákvað að leggja skóna á hilluna eftir að hafa slitið krossband á undirbúningstímabilinu árið 2023.
Athugasemdir