Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, telur að Newcastle þurfi að hafa áhyggjur af því að missa Eddie Howe eftir slakan félagaskiptaglugga.
Howe notaði orð eins og 'erfitt', 'viðkvæmt' og 'pirrandi' þegar hann var beðinn um að lýsa glugganum hjá Newcastle en félaginu gekk illa út af fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það er mikil pressa á framkvæmdastjóranum og á yfirmanni fótboltamála hjá félaginu," segir Carragher.
„Þeir þurfa að passa sig mikið á því að missa ekki Eddie Howe."
Howe hefur í sumar verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf Englands.
„Hann er í flestra augum númer eitt í starfið hjá Englandi. Ef hann er ekki ánægður, þá tekur hann við enska landsliðinu. Hann mun gera það," segir Carragher.
Athugasemdir