Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Viðtal við Magnús
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
banner
   mið 03. september 2025 14:55
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Icelandair
Daníel Tristan Guðjohnsen á landsliðsæfingu í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Það var alveg geggjað. Maður var þvílíkt stoltur og það er heiður að vera hérna," segir Daníel Tristan Guðjohnsen, nýliði í íslenska landsliðshópnum.

Það eru margir íslenskir sóknarmenn að gera góða hluti með sínum liðum en hinn 19 ára gamli Daníel fékk kallið í landsliðshópinn.

„Það er samkeppni og fullt af leikmönnum sem eru að gera góða hluti í sínum félagsliðum. Þetta er ekki sjálfsagt. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og mér datt það alveg í hug að það væri möguleiki að maður yrði valinn."

Daníel hefur fengið mikinn spiltíma hjá sænska stórliðinu Malmö og líður vel í sænsku stórborginni.

„Það er geggjuð tilfinning að vera með þetta traust sem maður er að fá. Þetta er það sem maður vill í fótbolta og mér líður bara vel. Það er auðvitað krefjandi að vera í Malmö, það er geggjuð pressa og sú krafa alltaf sett að vinna deildina."

Daníel skoraði í Evrópuleik gegn Sigma Olomuc rétt fyrir landsliðsgluggann.

„Maður hefði kannski getað sett fleiri en geggjað að fá fyrsta Evrópumarkið og vonandi verða þau fleiri."

Daníel Tristan er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og með honum í hópnum er bróðir hans, Andri Lucas.

„Það er geggjað að vera með eldri bróður sínum hérna," segir Daníel en í viðtalinu ræðir hann meðal annars um möguleikana á að þeir bræður spili saman. Þá segist hann tilbúinn í að spila gegn Aserbaídsjan á föstudaginn. Fyrsta leik Íslands í undankeppni HM. „Ég er klár í allt sem Arnar vill," segir Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner