PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mið 03. september 2025 14:55
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Icelandair
Daníel Tristan Guðjohnsen á landsliðsæfingu í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Það var alveg geggjað. Maður var þvílíkt stoltur og það er heiður að vera hérna," segir Daníel Tristan Guðjohnsen, nýliði í íslenska landsliðshópnum.

Það eru margir íslenskir sóknarmenn að gera góða hluti með sínum liðum en hinn 19 ára gamli Daníel fékk kallið í landsliðshópinn.

„Það er samkeppni og fullt af leikmönnum sem eru að gera góða hluti í sínum félagsliðum. Þetta er ekki sjálfsagt. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og mér datt það alveg í hug að það væri möguleiki að maður yrði valinn."

Daníel hefur fengið mikinn spiltíma hjá sænska stórliðinu Malmö og líður vel í sænsku stórborginni.

„Það er geggjuð tilfinning að vera með þetta traust sem maður er að fá. Þetta er það sem maður vill í fótbolta og mér líður bara vel. Það er auðvitað krefjandi að vera í Malmö, það er geggjuð pressa og sú krafa alltaf sett að vinna deildina."

Daníel skoraði í Evrópuleik gegn Sigma Olomuc rétt fyrir landsliðsgluggann.

„Maður hefði kannski getað sett fleiri en geggjað að fá fyrsta Evrópumarkið og vonandi verða þau fleiri."

Daníel Tristan er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og með honum í hópnum er bróðir hans, Andri Lucas.

„Það er geggjað að vera með eldri bróður sínum hérna," segir Daníel en í viðtalinu ræðir hann meðal annars um möguleikana á að þeir bræður spili saman. Þá segist hann tilbúinn í að spila gegn Aserbaídsjan á föstudaginn. Fyrsta leik Íslands í undankeppni HM. „Ég er klár í allt sem Arnar vill," segir Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner