Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
„Ég held að ég verði ekki næsti aðstoðarþjálfari hjá Steina"
Donni: Fram er bara betra lið en FHL, á erfitt með að sjá að þær geri eitthvað á móti þeim
Snúin aftur eftir krossbandsslit og barnsburð „Er ótrúlega stolt af sjálfri mér í dag"
Guðni Eiríks: Það verða þó alltaf ellefu inn á ég get lofað þér því
Nik: Ég finn fyrir örlitlum vonbrigðum
Bridgette: Settum bara hausinn undir okkur og héldum áfram
Jóhannes Karl: Sögðum ekkert stórkostlegt í hálfleik,
Óli Kristjáns: Virkileg seigla í liðinu
Einar Guðna: Svona gerist í fótbolta
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
   mið 03. september 2025 14:55
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Icelandair
Daníel Tristan Guðjohnsen á landsliðsæfingu í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Það var alveg geggjað. Maður var þvílíkt stoltur og það er heiður að vera hérna," segir Daníel Tristan Guðjohnsen, nýliði í íslenska landsliðshópnum.

Það eru margir íslenskir sóknarmenn að gera góða hluti með sínum liðum en hinn 19 ára gamli Daníel fékk kallið í landsliðshópinn.

„Það er samkeppni og fullt af leikmönnum sem eru að gera góða hluti í sínum félagsliðum. Þetta er ekki sjálfsagt. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og mér datt það alveg í hug að það væri möguleiki að maður yrði valinn."

Daníel hefur fengið mikinn spiltíma hjá sænska stórliðinu Malmö og líður vel í sænsku stórborginni.

„Það er geggjuð tilfinning að vera með þetta traust sem maður er að fá. Þetta er það sem maður vill í fótbolta og mér líður bara vel. Það er auðvitað krefjandi að vera í Malmö, það er geggjuð pressa og sú krafa alltaf sett að vinna deildina."

Daníel skoraði í Evrópuleik gegn Sigma Olomuc rétt fyrir landsliðsgluggann.

„Maður hefði kannski getað sett fleiri en geggjað að fá fyrsta Evrópumarkið og vonandi verða þau fleiri."

Daníel Tristan er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og með honum í hópnum er bróðir hans, Andri Lucas.

„Það er geggjað að vera með eldri bróður sínum hérna," segir Daníel en í viðtalinu ræðir hann meðal annars um möguleikana á að þeir bræður spili saman. Þá segist hann tilbúinn í að spila gegn Aserbaídsjan á föstudaginn. Fyrsta leik Íslands í undankeppni HM. „Ég er klár í allt sem Arnar vill," segir Daníel Tristan.
Athugasemdir
banner