
„Það var alveg geggjað. Maður var þvílíkt stoltur og það er heiður að vera hérna," segir Daníel Tristan Guðjohnsen, nýliði í íslenska landsliðshópnum.
Það eru margir íslenskir sóknarmenn að gera góða hluti með sínum liðum en hinn 19 ára gamli Daníel fékk kallið í landsliðshópinn.
Það eru margir íslenskir sóknarmenn að gera góða hluti með sínum liðum en hinn 19 ára gamli Daníel fékk kallið í landsliðshópinn.
„Það er samkeppni og fullt af leikmönnum sem eru að gera góða hluti í sínum félagsliðum. Þetta er ekki sjálfsagt. Maður vill alltaf vera í landsliðinu og mér datt það alveg í hug að það væri möguleiki að maður yrði valinn."
Daníel hefur fengið mikinn spiltíma hjá sænska stórliðinu Malmö og líður vel í sænsku stórborginni.
„Það er geggjuð tilfinning að vera með þetta traust sem maður er að fá. Þetta er það sem maður vill í fótbolta og mér líður bara vel. Það er auðvitað krefjandi að vera í Malmö, það er geggjuð pressa og sú krafa alltaf sett að vinna deildina."
Daníel skoraði í Evrópuleik gegn Sigma Olomuc rétt fyrir landsliðsgluggann.
„Maður hefði kannski getað sett fleiri en geggjað að fá fyrsta Evrópumarkið og vonandi verða þau fleiri."
Daníel Tristan er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og með honum í hópnum er bróðir hans, Andri Lucas.
„Það er geggjað að vera með eldri bróður sínum hérna," segir Daníel en í viðtalinu ræðir hann meðal annars um möguleikana á að þeir bræður spili saman. Þá segist hann tilbúinn í að spila gegn Aserbaídsjan á föstudaginn. Fyrsta leik Íslands í undankeppni HM. „Ég er klár í allt sem Arnar vill," segir Daníel Tristan.
Athugasemdir