Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 03. október 2014 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Jeppe Hansen: Var öfundsjúkur að sjá myndir af San Siro
Jeppe Hansen var flottur fyrri hluta sumars.
Jeppe Hansen var flottur fyrri hluta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvæntur gestur beið blaðamanna þegar kíkt var á æfingu Stjörnunnar fyrir úrslitaleik Pepsi-deildarinnar gegn FH á morgun.

Jeppe Hansen, sem spilaði með Stjörnunni í sumar og skoraði sex mörk í níu leikjum, kom til Íslands til þess eins að horfa á leikinn í Kaplakrika og styðja liðið, en hann spilar nú með Frederica í heimalandinu.

,,Það er stór leikur hjá okkur á morgun sem ég vil sjá, svo ég er spenntur. Við vorum á góðu skriði þegar ég fór og yfirleitt er það vandamál að missa markahæsta manninn sinn, en aðrir leikmenn stigu upp og þeir hafa staðið sig vel. Það kom mér örlítið á óvart hversu vel þeir hafa staðið sig, líka í Evrópudeildinni," sagði Jeppe hress við Fótbolta.net í dag.

,,Ég held að allir fótboltamenn vilji spila svona leiki eins og á morgun. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með Stjörnunni, það kom mér svo á óvart að sjá hvernig þeir stóðu sig í Evrópu. Þeir unnu Poznan, Motherwell og Bangor og nú spila þeir úrslitaleik í deildinni," sagði Jeppe, sem viðurkennir að hann sé smá öfundsjúkur út í sína gömlu liðsfélaga sem hafa átt hreint út sagt magnað sumar eftir að hann fór.

,,Auðvitað myndi maður vilja spila leiki eins og þennan, en ég er líka ánægður í Danmörku, maður getur ekki fengið bæði. En auðvitað var ég smá öfundsjúkur þegar þeir voru að senda mér myndir frá San Siro," sagði Jeppe, sem verður með Silfurskeiðinni í stúkunni á morgun.

,,Það er gaman að koma í klefann aftur og hitta strákana. Og vonandi vinna þeir á morgun. Ég sá textana (frá Silfurskeiðinni) í dag, en þetta gæti orðið örlítið erfitt fyrir mig. En ég reyni á morgun."
Athugasemdir
banner
banner