Óvæntur gestur beið blaðamanna þegar kíkt var á æfingu Stjörnunnar fyrir úrslitaleik Pepsi-deildarinnar gegn FH á morgun.
Jeppe Hansen, sem spilaði með Stjörnunni í sumar og skoraði sex mörk í níu leikjum, kom til Íslands til þess eins að horfa á leikinn í Kaplakrika og styðja liðið, en hann spilar nú með Frederica í heimalandinu.
Jeppe Hansen, sem spilaði með Stjörnunni í sumar og skoraði sex mörk í níu leikjum, kom til Íslands til þess eins að horfa á leikinn í Kaplakrika og styðja liðið, en hann spilar nú með Frederica í heimalandinu.
,,Það er stór leikur hjá okkur á morgun sem ég vil sjá, svo ég er spenntur. Við vorum á góðu skriði þegar ég fór og yfirleitt er það vandamál að missa markahæsta manninn sinn, en aðrir leikmenn stigu upp og þeir hafa staðið sig vel. Það kom mér örlítið á óvart hversu vel þeir hafa staðið sig, líka í Evrópudeildinni," sagði Jeppe hress við Fótbolta.net í dag.
,,Ég held að allir fótboltamenn vilji spila svona leiki eins og á morgun. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með Stjörnunni, það kom mér svo á óvart að sjá hvernig þeir stóðu sig í Evrópu. Þeir unnu Poznan, Motherwell og Bangor og nú spila þeir úrslitaleik í deildinni," sagði Jeppe, sem viðurkennir að hann sé smá öfundsjúkur út í sína gömlu liðsfélaga sem hafa átt hreint út sagt magnað sumar eftir að hann fór.
,,Auðvitað myndi maður vilja spila leiki eins og þennan, en ég er líka ánægður í Danmörku, maður getur ekki fengið bæði. En auðvitað var ég smá öfundsjúkur þegar þeir voru að senda mér myndir frá San Siro," sagði Jeppe, sem verður með Silfurskeiðinni í stúkunni á morgun.
,,Það er gaman að koma í klefann aftur og hitta strákana. Og vonandi vinna þeir á morgun. Ég sá textana (frá Silfurskeiðinni) í dag, en þetta gæti orðið örlítið erfitt fyrir mig. En ég reyni á morgun."
Athugasemdir