Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   þri 03. október 2017 14:11
Hafliði Breiðfjörð
Milos hættur með Breiðablik (Staðfest)
Milos er hættur með Breiðablik.
Milos er hættur með Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic er hættur þjálfun Breiðabliks en þetta staðfesti félagið á vef sínum rétt í þessu. Milos tók við liðinu í maí eftir að félagið hafði rekið Arnar Grétarsson úr starfi.

Liðið hafnaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar.

Tilkynning Breiðabliks:
Knattspyrnudeild Breiðabliks og Milos Milojevic þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að samningur Milosar um þjálfun liðsins verður ekki endurnýjaður þegar hann rennur út núna í október. Milos tók við afar erfiðu verkefni þegar hann kom til starfa hjá Breiðabliki þegar keppnistímabilið var nýhafið. Hann hefur unnið afar gott starf með leikmönnum félagsins og sinnt því af mikilli fagmennsku. Knattspyrnudeildin vil þakka Milos Milojevic fyrir samstarfið og þá uppbyggingu sem hann leiddi hjá Breiðabliki á nýliðnu sumri. Við óskum honum og fjölskyldu hans alls hins besta í framtíðinni.

Fyrir hönd knattspyrnudeildar Breiðabliks,
Ólafur Hrafn Ólafsson
formaður stjórnar




Athugasemdir
banner
banner