Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 03. október 2023 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fyrsti sigur Burnley kom í Luton
Mynd: Burnley
Mynd: Burnley
Luton 1 - 2 Burnley
0-1 Lyle Foster ('45 )
1-1 Elijah Adebayo ('84 )
1-2 Jacob Bruun Larsen ('85 )

Luton Town og Burnley áttust við í nýliðaslag í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð hörkurimma.

Burnley var sterkari aðilinn í tíðindalitlum fyrri hálfleik og tókst að skora undir lokin, þegar Lyle Foster slapp í gegn eftir fallega sendingu frá Sander Berge og kláraði vel.

Heimamenn í Luton voru sterkari í síðari hálfleik og voru óheppnir að gera ekki jöfnunarmark fyrr en á 84. mínútu, þegar Elijah Adebayo gerði vel að skora eftir að hafa fengið erfiða sendingu í vítateignum.

Gleði heimamanna var þó skammlíf því Jacob Bruun Larsen skoraði gullfallegt mark eftir frábært einstaklingsframtak einni mínútu síðar til að krækja í sigurinn dýrmæta.

Burnley tókst að halda forystunni út sjö mínútna uppbótartíma og tryggði sér sinn fyrsta sigur á úrvalsdeildartímabilinu.

Burnley og Luton eru jöfn á stigum með fjögur stig eftir sjö umferðir.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hóp hjá Burnley vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner