Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta tap Real Madrid í níu mánuði - „Vorum hægir og lélegir“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumeistarar Real Madrid enduðu 36 leikja sigurhrinu sína er liðið tapaði fyrir franska liðinu Lille, 1-0, í Frakklandi í gær.

Real Madrid er langbesta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu en félagið hefur unnið keppnina oftast allra eða fimmtán sinnum.

Fyrir leikinn í gær hafði liðið ekki tapað í 36 leikjum í röð eða síðan liðið tapaði í spænska konungsbikarnum í janúar.

Jonathan David skoraði eina mark Lille úr vítaspyrnu en Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var óánægður með frammistöðu sinna manna.

„Lille var betra liðið og verðskuldaði sigurinn. Við vorum hægir og lélegir,“ sagði Ancelotti.

„Við sköpuðum ekkert, vorum hægir þegar við vorum með boltann, hugmyndasnauðir og vorum í raun lélegir á öllum sviðum leiksins,“ sagði ítalski þjálfarinn við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner