Fjórir leikir hjá Íslendingaliðum byrja klukkan 16:45 í Evrópudeildinni. Þrír þeirra eru í byrunarliðunum.
Orri Steinn Óskarsson kemur inn í byrjunarlið Real Sociedad eftir að hafa skorað tvö mörk í deildinni um liðna helgi. Sociedad tekur á móti Anderlecht.
Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Ajax sem heimsækir Slavia Prag. Kristian var ónotaður varamaður um liðna helgi í hollensku deildinni og spilaði með Jong Ajax.
Orri Steinn Óskarsson kemur inn í byrjunarlið Real Sociedad eftir að hafa skorað tvö mörk í deildinni um liðna helgi. Sociedad tekur á móti Anderlecht.
Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Ajax sem heimsækir Slavia Prag. Kristian var ónotaður varamaður um liðna helgi í hollensku deildinni og spilaði með Jong Ajax.
Elías Rafn Ólafsson er á sínum stað í byrjunarliði Midtjylland sem mætir Maccabi Tel Aviv í Belgrad og Daníel Tristan Guðjohnsen er á bekknum hjá Malmö sem mætir Qarabag í Baku.
Í Sambandsdeildinni er svo Guðmundur Þórarinsson í byrjunarliði FC Noah sem fær Mlada Boleslav í heimsókn.
Athugasemdir