banner
   sun 03. nóvember 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd ætlar að vinna kapphlaupið um Werner
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið er á sínum stað á þessum mikla fótboltasunnudegi. Nú eru aðeins tveir mánuðir í að leikmannamarkaðurinn opni á nýjan leik.

Manchester United ætlar að stela Timo Werner, 23, af Liverpool. Framherjinn hefur farið vel af stað með RB Leipzig í heimalandinu. Hann skoraði þrjú og lagði þrjú upp í 8-0 sigri um helgina. (Mirror)

Tottenham íhugar að bjóða í Andre Onana, 24 ára markvörð Ajax, í janúar. Ekki er ljóst hversu lengi Hugo Lloris verður frá vegna meiðsla sem hann hlaut fyrr í haust. (Sun)

Leicester vonast til að landa senegalska sóknarmanninum Habibou Diallo, 24, án vandræða en nú hefur áhugi vaknað úr herbúðum Newcastle. Diallo er helsta stjarnan í liði Metz og er kominn með 8 mörk í 12 deildarleikjum í haust. (Express)

FC Bayern hefur enn áhuga á Leroy Sane, 23, en ætlar ekki að bjóða meira heldur en 80 milljónir evra, 69 milljónir punda, í kantmanninn öfluga. (Calciomercato)

Zlatan Ibrahimovic, 38, hefur verið orðaður við ýmis félög síðustu daga og nú síðast var hans fyrrum félag AC Milan að bætast við hópinn. (Marca)

Milan hefur hætt við að kaupa brasilíska sóknarmanninn Everton Soares, 23, frá Gremio. Tottenham hefur sýnt honum áhuga að undanförnu. (Calciomercato)

West Ham er reiðubúið til að selja kólumbíska miðjumanninn Carlos Sanchez, 33, í janúar. Hann er falur fyrir 3,5 milljónir punda. (Football Insider)

Barcelona og Man City munu berjast um úrgúvæska miðjumanninn Rodrigo Bentancur, 22, sem leikur fyrir Juventus. (Star)

Njósnarar frá Newcastle voru á Elland Road um helgina að fylgjast Ryan Manning, 23 ára miðjumanni QPR. (Football Insider)

Wolves ætlar að bjóða 10 milljónir punda í Ben Davies, 24 ára varnarmann Preston, í janúar. (Express)

Barcelona er tilbúið til að lána miðjumanninn Carles Alena, 21, út í janúar. Tottenham hefur sýnt honum mikinn áhuga. (Mundo Deportivo)

Giuseppe Marotta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter, útilokar að argentínski framherjinn Lautaro Martinez, 22, sé á leið til Barcelona. (Goal)

Mauricio Pochettino leitar leiða til að vekja sína menn til lífsins og er búinn að sætta sig við að nýju leikmennirnir munu ekki koma til með að skipta sköpum svo snemma á leiktíðinni. Tanguy Ndombele, 22, Giovani Lo Celso, 23, og Ryan Sessegnon, 19, komu til félagsins í sumar. (Sky Sports)

Steve Cooper, stjóri Swansea, vonast til að Newcastle endurkalli ekki markvörðinn Freddie Woodman, 22, úr láni. Hann hefur verið frábær með Svönunum á upphafi tímabils. (Newcastle Chronicle)

Real Madrid er tilbúið til að lána fyrrum miðjumann Man City út í janúar. Það er tvítugi miðjumaðurinn Brahim Diaz sem hefur ekki tekist að ryðja sér leið inn í byrjunarlið Madrídinga. (Marca)

Claude Puel, nýr þjálfari AS Saint-Etienne, er langt frá því að vera sáttur með ákvörðun félagsins að selja William Saliba, 18, til Arsenal síðasta sumar. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner