Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. nóvember 2020 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Sjaldgæft að það sé sól í Manchester
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Við áttum í vandræðum á köflum í síðari hálfleik en þegar við skoruðum annað markið þá var þetta búið," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 3-0 sigur gegn Olympiakos í Meistaradeildinni.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Jota og Liverpool fóru á kostum

„Við höfum átt þrjá góða leiki (í Meistaradeildinni) og erum komnir með níu góð stig. Við þurfum eitt eða þrjú stig til viðbótar til að komast áfram. Við höfum núna fimm daga til að jafna okkur fyrir Liverpool leikinn og svo eru það landsleikir."

Guardiola hrósaði John Stones. „Ótrúleg frammistaða - nánast fullkomin. Það er ekki auðvelt þegar þú hefur ekki spilað lengi."

Um framhaldið sagði Guardiola: „Það verður sól samkvæmt veðurspánni í Manchester næstu þrjá daga. Það er sjaldgæft. Við gefum frí á morgun. Við undirbúum svo fyrir Liverpool á föstudag og laugardag. Leikmennirnir þurfa frí," sagði Guardiola við BT Sport.

Man City hefur bætt sig varnarlega í undanförnum leikjum. Liðið hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð og er það í fyrsta sinn í meira en ár sem það gerist.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner