Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. nóvember 2024 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birkir Bjarnason hetja Brescia - „Ég var reiður"
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: Getty Images
Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birkir Bjarnason var hetja Brescia þegar liðið vann Sampdoria í næst efstu deild á ítalíu. Hann skoraði eina mark leiksins með skalla aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum og aðeins einu sinni verið í byrjunarliðinu og þá var hann tekinn út af í hálfleik. Liðið er í 7. sæti með 17 stig eftir 12 leiki. Birkir sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Þetta lið hefur alltaf viljað fara inn í teiginn og skora. Ég var reiður að spila ekki mikið á þessu ári en ég reyndi að vera jákvæður og æfa vel. Þetta hefur verið erfitt fyrir liðið en við æfum alltaf vel og vorum alltaf samstíga," sagði Birkir.


Danmörk

Elías Rafn Ólafsson var í markinu þegar Midtjyalland steinlá 5-1 gegn Bröndby í dönsku deildinni. Midtylland er áfram á toppi deildarinnar með 27 stig eftir 14 leiki en FCK á leik til góða og getur komist á toppinn.

Þá vann AGF 2-1 sigur á Lyngby í Íslendingaslag. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby. AGF er aðeins stigi á eftir Midtylland en AGF er í næst neðsta sæti með níu stig. Nóel Atli ARnarsson leikmaður Álaborgar er fjarverandi vegna meiðsla en liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Vejle. Liðið er í 9. sæti með 15 stig.

Breki Baldursson spilaði síðustu tíu mínúturnar í 3-2 sigri Esbjerg gegn Hobro í næst efstu deild í Danmörku. Daníel Freyr Kristjánsson lék allan leikinn í 4-1 tapi Frederica gegn OB. Esbjerg er í 4. sæti með 25 stig eftir 15 umferðir en Frederica er í 2. sæti með 28 stig. OB er langefst með 40 stig.

Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson spiluðu allan leikinn þegar AB Kaupmannahöfn tapaði 1-0 gegn Naestved í C-deildinni í Danmörku. Liðið er í næst neðsta sæti með 15 stig eftir 14 umferðir.


Athugasemdir
banner