Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   sun 03. nóvember 2024 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane: Amorim hefði átt að skrifa undir lengri samning
Mynd: Getty Images

Roy Keane, fyrrum leikmaður Man Utd, hefur miklar áhyggjur af liðinu eftir jafnteflið gegn Chelsea í dag. Hann segir að Rúben Amorim hefði átt að skrifa undir lengri samning.


Amorim tekur við liðinu þann 11. nóvember en samningur hans rennur út í júní 2027.

„Hann hefði átt að gera lengri samning. Þetta lið á langt í land, þegar nýr stjóri kemur vonar maður að hann nái meira út úr þessum hópi. Þetta er meðallið, öll tölfræði bakkar það upp. Maður hatar að segja það en þetta lið er leiðinlegt að horfa á, skortur á sannfæringu í færunum. Þetta er svekkjandi, flatt, stuðningsmennirnir hljóta að vera svekktir. Frá sjónarhorni stjórans er þetta lið langt frá því að komast í topp fjóra," sagði Keane.

Ruud van Nistelrooy mun stýra liðinu í næstu tveimur leikjum, gegn PAOK í Evrópudeildinni og Leicester í deildinni áður en Amorim tekur við.


Athugasemdir
banner
banner
banner