Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   sun 03. nóvember 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Konate: Verð klár í næsta leik
Mynd: EPA

Það er komið í ljós að meiðsli sem Ibrahima Konate varð fyrir í sigri Liverpool gegn Brighton í gær séu ekki alvarleg.

Hann meiddist þegar Virgil van Dijk steig á hann en hann staðfesti það sjálfur á Instagram síðu sinni að meiðslin séu ekki alvarleg.


„Takk fyrir öll stuðningsskilaboðin. Meiðslin eru ekki alvarleg sem betur fer. Ég fór í myndatöku í dag og hún staðfesti að ég er ekki brotinn. Ég verð klár í næsta leik," skrifaði Konate á Instagram síðu sína.

Liverpool fær Leverkusen í heimsókn á þriðjudaginn í Meistaradeildinni og Aston Villa mætir á Anfield um næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner