Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   sun 03. nóvember 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Sáttur með Andrey - Taktísk ákvörðun að bekkja Enzo
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea hefur verið að fylgjast náið með Andrey Santos sem leikur á láni hjá Strasbourg í franska boltanum.

Þessi brasilíski miðjumaður gerði magnaða hluti með Vasco da Gama í heimalandinu og unglingalandsliðunum sem vakti áhuga frá Chelsea, sem keypti hann til Englands í janúar í fyrra.

Santos var lánaður til Nottingham Forest á síðustu leiktíð en fékk lítinn spiltíma fyrir áramót svo hann var sendur til Strasbourg eftir áramót og gerði flotta hluti.

Hann er aðeins 20 ára gamall og hefur farið feykilega vel af stað á nýju tímabili, þar sem hann er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í níu deildarleikjum með Strasbourg.

Santos er algjör lykilmaður á miðjunni hjá Strasbourg, sem er í efri hluta frönsku deildarinnar með 13 stig eftir 10 umferðir.

„Ef Andrey heldur áfram að spila svona vel gæti hann orðið mikilvægur partur af framtíðinni hér hjá Chelsea. Fyrir suma leikmenn er betra að komast út á lánssamningi til að fá spiltímann sem þeir þurfa til að sanna sig," svaraði Maresca, sem var svo spurður út í heimsmeistarann Enzo Fernández sem virðist vera búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég hef enn miklar mætur á Enzo, hann hefur ekki gefið mér neina ástæðu til að efast um hann. Hann mun spila marga leiki á þessu tímabili. Ástæðan fyrir því að hann er ekki í byrjunarliðinu í deildinni er útaf taktískri ákvörðun sem ég tók. Ég treysti Enzo 100%.

„Romeo Lavia og Caicedo eru stórir og sterkir strákar sem gefa okkur ákveðna eiginleika sem við þurfum stundum að hafa á miðjunni."

Athugasemdir
banner
banner