Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   sun 03. nóvember 2024 11:00
Sölvi Haraldsson
Slot um Konaté: Hann hefur ekki farið á sjúkrahús
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA

Ibrahima Konate þurfti að fara af velli vegna meiðsla á hendi í leik gegn Brighton í gær en Virgil van Dijk steig á hann í baráttu inn á teignum.

Atvikið átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks og Joe Gomez kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Það virtist ekki hafa áhrif á liðið sem var marki undir því Gomez kom gríðarlega sterkur inn á og Liverpool snéri blaðinu við og vann.


Hann var í miklum sársauka í hálfleik, það er svekkjandi að hann þurfti að fara útaf. Það góða er að við erum með tvo mjög góða leikmenn sem við gátum sett inn á, Jarell Quansah og Joe Gomez.“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær.

Liverpool mætti Brighton í deildarbikarnum í vikunni áður en þeir mættu Brighton aftur um helgina. Quansah spilaði þann leik.

Quansah var þreyttur undir lok leiks gegn Brighton í deildarbikarnum í vikunni. Mér fannst að ég þurfti að setja einhvern inn á sem var í betra standi.

Slot sagðist lítið vita um ástandið á Konaté en gaf þó jákvæðar upplýsingar.

Ég veit lítið um ástandið á honum, hann hefur ekki farið á sjúkrahús ennþá.“ sagði Arne Slot á blaðamannafundi eftir leikinn í gær gegn Brighton.


Athugasemdir
banner
banner