Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 03. desember 2020 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Tottenham gegn LASK: Sanchez fær 4
Tottenham gerði 3-3 jafntefli við LASK Linz í Evrópudeildinni í kvöld en Davinson Sanchez fær aðeins 4 fyrir sína frammistöðu frá Sky Sports.

Tottenham lenti undir í leiknum áður en Gareth Bale jafnaði með marki úr vítaspyrnu. Heung Min Son kom Tottenham yfir en LASK tókst að jafna metin. Dele Alli gerði þriðja markið úr vítaspyrnu en Karamoko skoraði gullfallegt jöfnunarmark fyrir utan teig.

Tanguy Ndombele, Japhet Tanganga og Heung Min Son fá allir 7 en Davinson Sanchez fær aðeins 4.

Lask: Schlager (6), Wiessinger (6), Holland (5), Andrade (6), Ranftl (7), Madsen (5), Michorl (7), Renner (7), Gruber (5), Eggestein (7), Goiginger (6).
Varamenn: Reiter (6), Karamoko (7).

Tottenham: Hart (5), Doherty (5), Sanchez (4), Tanganga (7), Davies (6), Hojbjerg (6), Lo Celso (5), Ndombele (7), Moura (5), Son (7), Bale (6).
Varamenn: Bergwijn (6), Sissoko (6), Dier (5).
Athugasemdir
banner