Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ísabel mætt aftur á völlinn og spilar með Grindavík (Staðfest)
Mynd: Grindavík
Ísabel Jasmín Almarsdóttir er gengin í raðir Grindavíkur og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Ísabel er 24 ára gömul og uppalin í Grindavík en árið 2019 gekk hún í raðir Keflavíkur.

Hún spilaði með Keflavík út sumarið 2021 áður en hún tók sér hlé frá fótbolta.

Þessi öfluga fótboltakona hefur nú tekið skóna fram og skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Grindavík.

Ísabel á að baki 65 leiki í efstu deild og 44 leiki í næst efstu deild, ásamt því að eiga 12 bikarleiki. Hún hefur skorað sex mörk í þessum leikjum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner