Viktorija Zaicikova áfram hjá ÍBV
Ally Clark er gengin til liðs við ÍBV og mun taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.
Hún er fjölhæfur leikmaður sem hefur undanfarið leikið með Odense í Danmörku og Apollon frá Kýpur sem var nálægt því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár.
Clark kemur frá Bandaríkjunum en hún var í háskóla í Columbia og Colorado áður en hún færði sig yfir til Evrópu.
Þá hefur ÍBV tilkynnt að Viktorija Zaicikova hefur gert nýjan samning við ÍBV en hún verður hjá liðinu næstu tvö árin.
Hún er 24 ára miðjumaður en hún skoraði 5 mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni. Hún kom til ÍBV árið 2021 og hefur leikið 99 leiki og skoraði 18 mörk. Hún er fastakona í landsliði Lettlands en hún hefur leikið 54 leiki fyrir þjóð sína.
Athugasemdir