Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 12:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV krækir í sænskan miðvörð (Staðfest)
Mynd: Stocksund
ÍBV tilkynnti rétt í þessu að sænski miðvörðurinn Mattias Edeland væri genginn í raðir félagsins. Edeland skrifar undir tveggja ára samning við ÍBV.

Hann er 25 ára gamall og kemur til ÍBV frá sænska félaginu IFK Stocksund sem leikur í þriðju efstu deild Svíþjóðar.

Hann hefur allan sinn feril í neðri deildum Svíþjóðar „Hann hefur leikið nánast hverja einustu mínútu hjá Stocksund á leiktíðinni og þótt standa sig vel," segir í tilkynningu ÍBV.

Mattias Edeland er þriðji leikmaðurinn sem ÍBV hefur sótt í vetur. Liðið vann Lengjudeildina í sumar og verður í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þorlákur Árnason er þjálfari ÍBV.

ÍBV
Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Mattias Edeland frá Svíþjóð

Farnir
Vicente Valor í KR
Bjarki Björn Gunnarsson til Víkings R. (var á láni)
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)

Samningslausir
Guðjón Ernir Hrafnkelsson (2001)
Jón Ingason (1995)
Sigurður Arnar Magnússon (1999)
Jón Arnar Barðdal (1995)
Arnór Sölvi Harðarson (2004)
Eyþór Orri Ómarsson (2003)
Víðir Þorvarðarson (1992)
Athugasemdir
banner
banner
banner