ÍBV tilkynnti rétt í þessu að sænski miðvörðurinn Mattias Edeland væri genginn í raðir félagsins. Edeland skrifar undir tveggja ára samning við ÍBV.
Hann er 25 ára gamall og kemur til ÍBV frá sænska félaginu IFK Stocksund sem leikur í þriðju efstu deild Svíþjóðar.
Hann er 25 ára gamall og kemur til ÍBV frá sænska félaginu IFK Stocksund sem leikur í þriðju efstu deild Svíþjóðar.
Hann hefur allan sinn feril í neðri deildum Svíþjóðar „Hann hefur leikið nánast hverja einustu mínútu hjá Stocksund á leiktíðinni og þótt standa sig vel," segir í tilkynningu ÍBV.
Mattias Edeland er þriðji leikmaðurinn sem ÍBV hefur sótt í vetur. Liðið vann Lengjudeildina í sumar og verður í Bestu deildinni á næsta tímabili. Þorlákur Árnason er þjálfari ÍBV.
ÍBV
Komnir
Omar Sowe frá Leikni
Arnór Ingi Kristinsson frá Leikni
Mattias Edeland frá Svíþjóð
Farnir
Vicente Valor í KR
Bjarki Björn Gunnarsson til Víkings R. (var á láni)
Henrik B. Máni Hilmarsson í Stjörnuna (var á láni)
Eiður Atli Rúnarsson í HK (var á láni)
Samningslausir
Guðjón Ernir Hrafnkelsson (2001)
Jón Ingason (1995)
Sigurður Arnar Magnússon (1999)
Jón Arnar Barðdal (1995)
Arnór Sölvi Harðarson (2004)
Eyþór Orri Ómarsson (2003)
Víðir Þorvarðarson (1992)
Athugasemdir