Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Pólland á EM í fyrsta sinn - Svíar flugu áfram
Pólland er komið á EM í fyrsta sinn í sögunni
Pólland er komið á EM í fyrsta sinn í sögunni
Mynd: Getty Images
Svíar rúlluðu yfir Serba
Svíar rúlluðu yfir Serba
Mynd: Getty Images
Pólska kvennalandsliðið skrifaði söguna í kvöld er það tryggði sér á Evrópumótið í fyrsta sinn í sögunni.

Pólland vann Austurríki í tveggja leikja rimmu. Liðið vann 1-0 sigur á heimavelli og þá gulltryggði Ewa Pajor, leikmaður Barcelona, sæti liðsins á EM með marki undir lokin í kvöld er það vann með sömu markatölu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Pólland mun taka þátt á EM en mótið fer fram í Sviss á næsta ári.

Stina Blackstenius skoraði þá tvö mörk í 6-0 stórsigri Svíþjóðar á Serbíu í seinni leiknum í umspilinu í kvöld en Svíþjóð fór samanlagt áfram, 8-0.

Filippa Angeldal, Kosovare Asllani og Hanna Bennison komust einnig á blað hjá Svíum.

Finnland, Noregur og Portúgal eru einnig komin á EM. Síðar í kvöld kemur endanlega í ljós hvaða sextán liða taka þátt á mótinu, en dregið verður í riðla 16. desember.

Svíþjóð 6 - 0 Serbía (8-0, samanlagt)
1-0 Filippa Angeldal ('16, víti )
2-0 Kosovare Asllani ('19 )
3-0 Stina Blackstenius ('26 )
4-0 Stina Blackstenius ('45 )
5-0 Hanna Bennison ('57 )
6-0 Anna Anvegard ('90 )

Finnland 2 - 0 Skotland (2-0, samanlagt)
1-0 Natalia Kuikka ('8 )
2-0 Nea Lehtola ('28 )

Austurríki 0 - 1 Pólland (0-2, samanlagt)
0-1 Ewa Pajor ('90 )

Noregur 3 - 0 Norður-Írland (7-0, samanlagt)
1-0 Caroline Graham Hansen ('13 )
2-0 Frida Leonhardsen-Maanum ('47 )
3-0 Synne Jensen ('78 )

Tékkland 1 - 2 Portúgal (2-3, samanlagt)
0-1 Diana Silva ('13 )
1-1 Katerina Svitkova ('35, víti )
1-2 Diana Silva ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner