Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Sóley Edda keypt til Vals (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur náð samkomulagi við Stjörnuna um kaup á Sóleyju Eddu Ingadóttur en þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni í kvöld.

Sóley Edda er 16 ára gömul unglingalandsliðskona sem lék sextán leiki með Stjörnunni í Bestu deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Þetta var hennar fyrsta tímabil með meistaraflokki Stjörnunnar en á síðasta ári lék hún með Álftanesi í 2. deild.

Stjarnan tilkynnti á samfélagsmiðlum í kvöld að hún væri nú gengin í raðir bikarmeistara Vals.

„Ég hef átt frábæra tíma hjá Stjörnunni og vil þakka öllum, starfsfólki og sjálfboðaliðum, kærlega fyrir mig,“ sagði Sóley í kveðju sinni til uppeldisfélagsins.

Sóley Edda á 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner