Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Leverkusen henti Bayern úr leik
Manuel Neuer sá rautt eftir sautján mínútur
Manuel Neuer sá rautt eftir sautján mínútur
Mynd: Getty Images
Stórlið Bayern München er úr leik í þýska bikarnum í ár eftir að hafa tapað fyrir deildar- og bikarmeisturum Bayer Leverkusen, 1-0, á Allianz Arena í kvöld.

Bayern hefur ekki fagnað neitt sérstaklega góðum árangri í bikarnum síðustu ár en fjögur ár eru liðin síðan liðið vann síðast keppnina.

Það hafði gert sér vonir um að berjast um hann í ár en þær vonir fóru út um gluggann á 17. mínútu er Manuel Neuer, markvörður liðsins, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Jeremie Frimpong fyrir utan teig. Fyrsta rauða spjald ferilsins hjá Neuer, sem hafði spilað 958 leiki án þess að vera rekinn af velli. Alltaf er eitthvað fyrst.

Versta fyrir Vincent Kompany, þjálfara Bayern, er að það var fyrrum lærisveinn hans í Burnley, Nathan Tella, sem skoraði sigurmark Leverkusen þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Bayern er úr leik á meðan Leverkusen fer áfram í 8-liða úrslit.

Freiburg er þá óvænt úr leik eftir að hafa tapað fyrir Arminia Bielefeld, 3-1. Werder Bremen lagði Darmstadt að velli, 1-0, og þá vann Stuttgart sannfærandi 3-0 sigur á Regensburg.

Arminia Bielefeld 3 - 1 Freiburg
0-0 Florent Muslija ('18 , Misnotað víti)
1-0 Christopher Lannert ('28 )
2-0 Julian Kania ('36 , víti)
2-1 Michael Gregoritsch ('63 )
3-1 Louis Oppie ('81 )

Regensburg 0 - 3 Stuttgart
0-1 Enzo Millot ('10 )
0-2 Anrie Chase ('19 )
0-3 Nick Woltemade ('61 )

Bayern 0 - 1 Bayer
0-1 Nathan Tella ('69 )
Rautt spjald: Manuel Neuer, Bayern ('17)

Werder 1 - 0 Darmstadt
1-0 Anthony Jung ('90 )
Athugasemdir
banner
banner