Heimild: Thorsport
Þórsarar greina frá því á heimasíðu sinni í dag að Lucas Vieira Thomas sé um þessar mundir staddur í Brasilíu og mun dvejla þar næstu tvo mánuðina við stífar æfingar í fótboltaakademíu sem leggur alla áherslu markvarða. Sú þykir ein öflugasta markvarðaakademía Brasilíu.
Lucas, sem er 15 ára markvörður, á rætur að rekja til Brasilíu.
Lucas, sem er 15 ára markvörður, á rætur að rekja til Brasilíu.
Akademían sem um ræðir heitir RGM Academy. Hún er í eigu stofnendanna tveggja, brasilísku markmannanna Rodrigo Galatto, sem er hættur og lék að mestu í heimalandinu og Marcelo Grohe, sem er enn að spila og leikur í efstu deild í Sádi-Arabíu. Hann á tvo landsleiki að baki fyrir brasilíska A-landsliðið.
Úr frétt thorsport
Lucas mun ganga í gegnum sérstakt einstaklingsprógram þar sem hann mun æfa tvisvar sinnum á dag undir beinni handleiðslu Galatto auk tveggja aðstoðarmanna hans og er lagt áherslu á bæði tæknilega og líkamlega þróun.
Lucas er 15 ára gamall, er á eldra ári í 3. flokki, en síðastliðið sumar varði hann markið í Íslandsmeistaraliði Þórs í 3. flokki, eftir að Sigurður Jökull Ingvason var seldur til Midtjylland um mitt sumar en Lucas lék einnig nokkra leiki með 2. flokki.
Athugasemdir