Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. janúar 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Juve og Real ætla að bjóða leikmenn fyrir Pogba
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrsta helgin í janúar er gengin í garð og er slúðurpakki dagsins á sínum stað. Spennandi verður að fylgjast með félagaskiptum janúarglugganss, sem hefur farið nokkuð rólega af stað.


Real Madrid skoðar að bjóða Toni Kroos, 30, til Manchester United sem part af kauptilboði í Paul Pogba, 26. (Sun)

Juventus íhugar svipað boð í Pogba og gæti sent Adrien Rabiot, 24, eða Emre Can, 25, í hina áttina. (Sun)

Arsenal er búið að bætast við kapphlaupið um Max Aarons, 19 ára varnarmann Norwich, en Tottenham er líklegasti áfangastaðurinn. (Daily Mail)

Arsenal hefur áhuga á Jerome Boateng, 31 árs varnarmanni FC Bayern. (Sky Sports)

Arsenal vildi Dayot Upamecano, 21 árs varnarmann RB Leipzig, en hann virðist of dýr fyrir félagið. (Evening Standard)

Carlo Ancelotti fór í viðtal til að taka við Liverpool eftir brottrekstur Brendan Rodgers í október 2015 en tapaði fyrir Jurgen Klopp. (Telegraph)

Man Utd reyndi að krækja í Erling Braut Haaland, 19, án þess að fara í gegnum umboðsmann hans Mino Raiola. Haaland endaði hjá Dortmund. (Daily Mail)

Chelsea þarf að bíða til næsta sumars til að krækja í Jadon Sancho, 19, og Timo Werner, 23, úr þýska boltanum. Dortmund og Leipzig ætla ekki að selja í janúar. (Goal)

Thomas Lemar, 24 ára kantmaður, gæti verið á förum frá Atletico Madrid í janúar. Tottenham og Arsenal eru áhugasöm. (Mirror)

Chelsea, Crystal Palace og Brighton eru meðal félaga sem hafa áhuga á Fedor Chalov, 21 árs sóknarmanni CSKA Moskvu. (Sky Sports)

Aston Villa gæti reynt að krækja í Joe Hart, 32 ára varamarkvörð Burnley, eftir að hafa misst Tom Heaton í meiðsli út tímabilið. (Daily Mail)

Real Madrid nálgast Reinier Jesus, 17 ára miðjumann Flamengo. (Goal)

Besiktas vill halda Loris Karius, 26, á láni frá Liverpool út næstu leiktíð eða til sumarsins 2021. (Fanatik)

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, er búinn að staðfesta að Jesus Vallejo, 22, hefur verið endurkallaður til Real Madrid eftir misheppnaða dvöl á láni hjá Úlfunum. (Sky Sports)

Hull hafnaði tilboði frá New York Red Bulls í 21 árs miðjumann sinn Leonardo da Silva Lopez. (Hull Daily Mail)

Alisher Usmanov, fyrrum hluthafi í Arsenal, er að íhuga að fjárfesta í Everton sem er í eigu félaga sins Farhad Moshiri. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner