Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. janúar 2020 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Kristófer Leví og Styrmir Erlends í ÍR (Staðfest)
Styrmir Erlends er mættur aftur til ÍR
Styrmir Erlends er mættur aftur til ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍR-ingar eru að styrkja sig fyrir komandi átök í 2. deild karla en Kristófer Leví Sigtryggsson og Styrmir Erlendsson eru báðir komnir til félagsins.

Styrmir, sem er fæddur 1993, er uppalinn í Fylki en þekkir vel til hjá ÍR.

Hann spilaði fyrst með liðinu árið 2013 er hann var þá í láni frá Fylki. Hann fór aftur á lán árið 2016 áður en hann ákvað svo gera félagaskipti sín varanleg eftir tímabilið.

Styrmir spilaði með Elliða á síðustu leiktíð og gerði frábæra hluti í 4. deildinni. Hann skoraði 8 mörk í 12 leikjum í deildinni og úrslitakeppninni og hjálpaði við að koma liðinu upp um deild.

Hann hefur nú samið við ÍR-inga á ný en Kristófer Leví Sigtryggsson er einnig kominn til félagsins á láni frá Fylki. Kristófer er fæddur árið 2000 og spilaði tvo leiki í Pepsi Max-deildini með Fylki síðasta sumar.

Stefnir Stefánsson verður þá áfram hjá ÍR eftir að hafa verið á láni frá Haukum síðasta sumar. Stefnir spilaði sex leiki með ÍR í 2. deildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner