Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. janúar 2020 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Við viljum hafa bestu leikmenn heims hjá þessu félagi
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, var nokkuð sáttur með markalausa jafnteflið gegn Wolves í FA-bikarnum í dag.

Leikur Wolves og Man Utd var afar tíðindalítill en ljóst er að liðin þurfa að mætast öðru sinni.

„Ég er ánægðari með að mæta Wolves aftur en að vera úr leik því það er erfitt að sækja Wolves heim," sagði Solskjær.

„Þeir fengu færi og Sergio Romero varði nokkrum sinnum vel og við sluppum vel með skallafærið þeirra. Sergio hefur aldrei brugðist okkur og hann hefur oft haldið hreinu. Hann er frábær manneskja og algjör fagmaður."

„Hann er að setja pressu á David De Gea og það er það sem við viljum. Við viljum hafa bestu leikmenn heims hérna."

„Þetta er keppni sem ég elska og það er bara sanngjarnt að bæði liðinu séu enn í keppninni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner