Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 04. janúar 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk: Þú getur gert bæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið aftur til Frakklands, til Lyon, eftir að hafa fætt sitt fyrsta barn hér á Íslandi. Hún hefur verið á Íslandi frá því snemma á síðasta ári á meðan á meðgöngunni stóð.

Sara snýr fljótlega aftur á æfingar með Lyon og ætlar sér að komast í það stand sem þarf til að spila á hæsta getustigi í fótboltaheiminum.

Landsliðsfyrirliðinn spilaði ekkert á síðasta ári og ætlar sér að vinna sér sæti í liði Lyon sem og íslenska landsliðinu fyrir EM sem fram fer í sumar.

Hún setti inn færslu á Instagram í morgun þar sem hún sagði frá ferlinu og kom inn á að leikmenn þurfi ekki að fórna ferlinum til þess að stofna fjölskyldu, hægt sé að stofna fjölskyldu og halda svo áfram með ferilinn.

„10 mánuðum síðar! Að vera ólétt, fæða fal­leg­asta strák­inn, ómetanlegur tími með vin­um og fjöl­skyldu og erfiðis vinna á Íslandi. Nú er kom­inn tími til þess að snúa aft­ur til Lyon!❤️"

„Ég hlakka mikið til að hitta liðsfé­laga mína 🦁 og ég get ekki beðið eft­ir því að hefja þá vinnu sem ég þarf að leggja á mig til þess að snúa aft­ur á knatt­spyrnu­völl­inn."

„Að snúa aft­ur til Frakk­lands sem móðir með fjöl­skyld­unni minni er mjög sér­stakt fyr­ir mig og ég von­ast til þess að veita öðrum konum inn­blást­ur að það þurfi ekki að fórna ferlinum til þess að stofna fjölskyldu. Kon­ur eiga ekki að þurfa fórna ferl­in­um fyr­ir fjölskyldu­draum­inn. Þú getur gert bæði,"
skrifaði Sara Björk.


Athugasemdir
banner
banner
banner