Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   þri 04. febrúar 2025 01:00
Brynjar Ingi Erluson
Bindon og Ndala til Forest (Staðfest) - Dennis og O'Brien farnir á lán í B-deildina
Mynd: Nottingham Forest
Nottingham Forest fékk tvo nýja leikmenn til félagsins fyrir gluggalok en þeir Tyler Bindon og Joel Ndala eru komnir til félagsins og þá voru þeir Lewis O'Brien og Emmanuel Dennis sendir á lán í B-deildina.

Bindon er tvítugur varnarmaður sem kemur frá Reading, en hann gerði langtímasamning við Forest.

Ný-Sjálendingurinn mun klára tímabilið með Reading og ganga formlega í raðir Forest í sumar.

Einnig fékk Forest hinn 18 ára gamla Joel Ndala á láni frá Manchester City.

Ndala var á láni hjá PSV fyrri hluta tímabilsins en var kallaður til baka í glugganum. Forest getur keypt Ndala fyrir 4 milljónir punda í sumar og fær Man City þá 20 prósent af endursöluvirði hans.

Forest sendi þá tvo leikmenn út á láni. Nígeríski framherjinn Emmanuel Dennis var sendur til Blackburn Rovers á meðan enski miðjumaðurinn Lewis O'Brien var sendur til Swansea City.


Athugasemdir
banner
banner
banner