Chelsea hefur staðfest komu Mathias Amougou frá franska félaginu St. Etienne en hann kemur fyrir 12 milljónir punda.
Þessi 19 ára gamli miðjumaður gerði átta ára samning við Chelsea og mun hann hefja æfingar með þeim bláklæddu á næstu dögum.
Frakkinn spilaði fyrstu leiki sína með St. Etienne á síðustu leiktíð og fékk þá stærra hlutverk í liðinu fyrir þetta tímabil en alls lék hann átján leiki í deild- og bikar.
„Ég er ótrúlega ánægður. Það er heiður fyrir mig að skrifa undir hjá eins stóru félagi og Chelsea. Þeir hafa trú á ungum leikmönnum og ferlið sem þeir eru með til að þróa okkur er ótrúlegt,“ sagði hann við heimasíðu Chelsea.
Chelsea is pleased to announce the signing of Saint-Etienne midfielder, Mathis Amougou. ???? pic.twitter.com/lqeMYWQguE
— Chelsea FC (@ChelseaFC) February 4, 2025
Athugasemdir