Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfiður dagur á skrifstofunni hjá Özil
Mynd: Getty Images
Mesut Özil átti erfiðan dag á skrifstofunni í Tyrklandi í dag.

„Draumaskipti" Özil til Fenerbahce í Tyrklandi hafa ekki gengið að óskum hingað til. Samningi hans við Arsenal var rift í janúar og hann gekk í raðir Fenerbahce.

Talað var um að skiptin væri frábær lausn fyrir alla aðila. Özil var ekki í myndinni hjá Arsenal en var þeirra launahæsti leikmaður. Özil fór til liðsins sem hann studdi í æsku og Fenerbahce fékk leikmann sem félagið taldi að myndi hjálpa sér að sækja tyrkneska meistaratitilinn.

En Özil hefur ekki skorað eða skapað mark hingað til. Hann átti að skora í dag en skaut fram hjá er hann fékk boltann í kjörstöðu. Markvörður Antalyaspor var ekki í góðri stöðu en Özil tókst ekki að hitta markið. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Þetta var ekki dagurinn hans Özil. Hann fór meiddur af velli á 67. mínútu en það þurfti að bera hann út af.

Frá því að hinn 32 ára gamli Özil kom til Fenerbache féll liðið úr tyrkneska bikarnum og er nú dottið niður í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar. Özil og félagar eru tveimur stigum á eftir toppliði Galatasaray.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner