Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Þetta var aldrei í hættu
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum þegar Everton vann 1-0 sigur gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom hins vegar inn á sem varamaður og eftir rúmum 40 sekúndum eftir að hann kom inn á, þá var hann búinn að leggja upp.

Úrslit kvöldsins til þessa:
England: Tók Gylfa 43 sekúndur að leggja upp sigurmark

Gylfi var spurður að því hvort hann hefði ekki haft áhyggjur undir lokin þegar West Brom skoraði mark, sem var svo dæmt af vegna rangstöðu.

„Nei, þetta var aldrei í hættu," sagði Gylfi léttur. „Þetta var góð lína hjá okkur held ég. Keano var viss um að þetta væri rangstaða og ég treysti honum."

„Þetta var erfiður leikur og við vissum að þeir myndu verjast aftarlega á vellinum og verjast vel. Okkur datt í hug að fast leikatriði gæti skipt miklu máli og það var mikilvægt að ná inn þessu marki. Ætlunin með að skipta mér inn var örugglega var örugglega að ég myndi skapa eða skora, og ég náði stoðsendingunni þannig að ég er ánægður."

Everton er komið upp í fjórða sæti með þessum sigri. „Við höfum trú á sjálfum okkur og við höfum verið að ná í góð úrslit að undanförnu. Þetta er mjög jafnt á toppnum og niður að miðju. Þú verður bara að halda áfram og reyna að komast á skrið næstu fimm eða sex vikurnar. Ef við gerum það þá eru möguleikarnir góðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner